Mótorhjól – Ceramizer (CM) fyrir fjórgengis mótorhjólavélar

Efnaferill sem hefur þann tilgang að endurnýja og vernda hluta mótorhjólavélarinnar fyrir frekara sliti.

Vörulýsing

Leiðbeiningar:

Blandið efninu í smurolíuna og keyrið 1500 km.

Endurnýjun vélarinnar fer fram við venjulega notkun ökutækisins og ekki er nauðsynlegt að taka vélbúnaðinn í sundur. Eina nauðsynlega aðgerðin er að bæta efninu við innrennsli vélarolíu. Eftir notkun skapar olíubætiefnið hlífðarlag sem byggist upp sérstaklega mikið á slitnum svæðum þar sem verulegir núningskraftar eru til staðar. Efnið er hlutlaust gagnvart olíunni og hún er notuð til að bera og flytja efnið um vélina. Það stíflar ekki olíusíur eða smurgöng vélar. Í vélum sem hafa smurkerfi sem er sameiginlegt með gírkassa (flestar fjórgengis mótorhjólavélar) bætir Ceramizer® CM liðleika gírskiptinga og eykur endingu gírkassans.

Ceramizer CM virkar ekki á blauta kúplingu vegna þess að keramikefnið krefst núnings milli tveggja málma til að verka.

Verndarlagið, sem búið er til við efnasamhvörf keramiks og málmeinda, útilokar aflögun og örskemmdir á vélinni. Myndun hlífðarlags tekur um 1500 km að virka til fulls. Virkni á laginu endist að minnsta kosti 30.000 þúsund km, áhrif hverfa ekki eftir olíuskiptingu.

Ef þér liggur á þá mælum við frekar með Ceramizer Extreme (CMX) í staðinn.

 

 

 

Af hverju er það þess virði að nota Ceramizer® CM?

  • Dregur úr olíunotkun, núningi, titringi og hávaða.
  • Hjálpar til við kaldræsingu.
  • Núningshlutar vélarinnar eru endurnýjaðir.
  • Jafnar og eykur þjöppu vélarinnar.
  • Dregur úr vélasliti og hindrar skemmdir.
  • Ver vélina gegn tæringu, sem er mikilvægt þegar mótorhjólið hefur verið í vetrargeymslu.
Betri gírskipting
Hljómar betur
Eykur vægi og afl vélarinnar
Endurnýjun vélar og gírkassa

Notkunarleiðbeiningar

Magn olíu í vélinni [L]:1-5 L5-9L
Keyrður: 3-35 þús.1 skammtur2 skammtar
Keyrður: 35-90 þús.2 skammtar3 skammtar
Keyrður: >90 þús.3 skammtar4 skammtar