Þegar talað er um venjuleg ökutæki, þá er öruggt að olíunotkun sé innan við 50 ml á 1.000 km, eða 0,5 lítrar á 10.000 km. Ef þú tekur eftir lækkun á olíustöðu á enda kvarðans eftir 1000 km og vélin er ekki að leka, þýðir það að olíunotkunin sé meiri en það sem nefnt er hér að ofan og þá er mikilvægt að gera eitthvað í málinu. Það sem er til ráða er að endurnýja innri vélarhluti, t.d. stimplahringi, stimpla, strokka og þéttingar eða hitt ráðið er að nota virkt íblöndunarefni í olíuna sem hefur endurnýjandi eiginleika.

Hvað getur gerst ef ég keyri bíl sem eyðir umfram olíu?

Brennsla á vélarolíu framleiðir sót sem safnast upp í brunahólfinu og getur leitt til bankandi bruna. Sót leiðir einnig til stíflunar í hvarfakútum og dísilagnasíum (DPF). Enn fremur blekkir brennd olía lambda-nemann, sem segir tölvu vélarinnar að eldsneytisblandan sé of rík, sem veldur því að tölvan gerir blönduna rýrari án þess að vita að hún er blekkt af olíueyðslunni. Of rýr blanda getur leitt til þess að ventlasæti brennist. Í dísilhreyflum eykur brennd olía verulega brunahitastigið sem getur skemmt enda innspýtingarlokanna.
Olíueyðsla í nútímabílum eykur verulega hættuna á skemmdum í vélinni, þess vegna er ráðlegt að nota Ceramizerolíuaukefni til að endurnýja og verja vélina og draga úr olíueyðslu.
Mjög góð aðferð til að kanna ástand vélarinnar er með því að mæla þjöppun.

Þjöppunarprufun á vél
Þjöppunarprófun gerir þér kleift að meta ástand stimpilhringja, stimpla, strokkfóðringa, ventlasæta og annarra mikilvægra hluta í vélinni í bílnum þínum. Hægt er að meta tæknilegt ástand hennar án þess að taka hana í sundur. Mæling á þjöppunarþrýstingi gerir þér kleift að meta ástand hausþéttingarinnar og staðfesta eða útiloka skemmdir á henni. Þú getur framkvæmt slíka mælingu sjálf(ur) í bílskúrnum eða á bílastæðinu.
Hvaða Ceramizer á ég að nota í vélina mína?

Ferill keramikefnisins
Við mælum með Ceramizer CS, sem byrjar endurnýjunarferlið þegar það er bætt í olíuna og við akstur (vélarvirkni) með því að mynda keramíkmálmlag á núningsflötum. Þetta lag endurbyggir og fyllir upp í slitna fleti stimpilhringja, strokka og leguskála. Keramíkmálmlagið ekki aðeins endurbyggir heldur verndar einnig núningsfleti gegn sliti.
Hins vegar skal tekið fram að Ceramizer hjálpar ekki í öllum tilfellum. Það mun ekki hjálpa þegar orsök olíueyðslunnar er ventlaþétting (Ceramizer endurnýjar ekki gúmmí). Það mun heldur ekki hjálpa í tilfelli mjög slitinnar vélar þar sem olíueyðslan er meiri en 1 lítri á 1000 km.
Eftir notkun Ceramizer CS-bætiefnis þarf að aka 1500 km til að keramíkmálmlagið myndist að fullu og fylli upp í slitna núningsfleti.
