Rússneskir jarðfræðingar uppgötvuðu upphaflega verkun keramiks á málm þegar þeir voru að bora könnunarholur fyrir olíuiðnaðinn. Þeir tóku eftir því að þegar borað var í gegnum ákveðin jarðlög urðu borar skarpari frekar en að verða bitlausir.
Prófessor D.N. Garkunow og rannsóknarteymi hans (G.P. Shepenkov, W.J. Matioshenko, A.A. Polijakow) framkvæmdu fjölda prófana og uppgötvuðu fyrirbærið „valskipti yfirfærsla“ (e. Selective Transfer) þar sem við ákveðnar réttar aðstæður getur agnir flust yfir á „virkt“ yfirborð og býr til verndarlag. Þetta kallast Garkunov-áhrif. Telst þetta undir núningsfræði (e. tribology). Þessi uppgötvun hlaut gullverðlaun hjá Bresku stofnun vélfræðinga og verkfræði árið 2005 (e. British Institute of Mechanical and Engineering). Hér má sjá umfjöllun á vefsíðu bresku stofnuninnar. Hugmyndin um „valskipta yfirfærslu“ hefur síðan verið prófuð víða og aðlöguð til notkunar í bíla- og hergagnaiðnaði, sérstaklega hjá flughersveitum Austur-Evrópu.

Olíubrunnur í Texas.
Ceramizer® byggir á sömu tækni sem Garkunov vann að. Efnið endurbyggir og endurnýjar slitna fleti með því að þekja þá með keramík-málmhúð. Ceramizer® inniheldur örsmáar agnir af sérþróuðu efni og býr til kjöraðstæður fyrir „valskipta yfirfærslu“. Þessar agnir bindast málmögnum sem eru til staðar í vélarolíunni og koma frá eðlilegu sliti. Þessar agnir bindast síðan við málm sem verður fyrir núningi með vísindalega sannaðri aðferð. Slitið yfirborð er því í raun endurbyggt með mjög hörðu hlífðarlagi úr keramík- og málmögnum. Þessi húð er mjög endingargóð og endist í þúsundir kílómetra jafnvel eftir olíuskipti.
Þessi aðferð hefur verið í notkun á öðrum sviðum sem hægt er að skoða nánar í eftirfarandi tenglum:
https://www.bodycote.com/chemically-formed-ceramic-coatings/
https://www.want.net/ceramic-coating-and-machining-unlocking-advanced-manufacturing-applications/